föstudagur, 27. febrúar 2009

Reiðhöllin Víðidal



Að Blesarstaðar verkefninu loknu var röðin komin að reiðhöll Reykjarvíkurborgar í Víðidal. Hér var um að ræða umfangsmikið verkefni þar sem þessi reiðhöll er í nánast stanslausri notkun, þar af leiðandi var ákveðið að vinnan skyldi fara fram á kvöldin og næturnar þegar að daglegri önn var lokið í höllinni. Einnig krafðist uppsetningin mikillar nákvæmni þar sem margt er uppsett í höllinni sem þarf að taka tillits til, hátalarakerfi, ljósabúnaður og áhorfendasvæði sem þarf að sjá til að ekki skaðist við úðun. Einnig var mikið gert úr því að kerfislagnir væru sem minnst áberandi í höllinni.
Erson vann af fullum krafti við að leysa allar þær kröfur með sem bestum hætti og má með sanni segja að við erum afar stoltir af útkomunni og vonum við að Fáksmenn sem og aðrir notendur hallarinnar muni finna mun á að vinna og þjálfa hesta sína í höllinni í framtíðinni.

0 ummæli: