föstudagur, 27. febrúar 2009

Gróðurhús og garðar.



Erson er sífalt að leitast við nýjungar á sviði úðunar og er það okkur sann ánægja að geta nú boðið fyrirtækjum sem og einstaklingum með gróðurhús upp á lausnir til að halda jöfnu rakastigi fyrir plönturnar. Hægt er að velja bæði einföld sem og umfangsmikil kerfi sem hægt er að stjórna manual, tímastillt eða fjarstýrð. Fyrir utan gróðurhús þá erum við einnig með langarkerfi fyrir heima og almenningasgarða. Hægt er að velja um bæði fastar lagnir sem og færanlega stúta sem stungið er í jörðu. Ertu í burtu frá sumarhúsinu í langan tíma en þarft að vökva garðinn endrum og eins, þá eru þessi kerfi lausnin, þó að þau séu tímastillt þá er hægt að fá þau með rakamæli sem kemur í veg fyrir að áþarfa úðun á sér stað.
Hafið samband varðandi nánari upplýsingar.

Reiðhöllin Víðidal



Að Blesarstaðar verkefninu loknu var röðin komin að reiðhöll Reykjarvíkurborgar í Víðidal. Hér var um að ræða umfangsmikið verkefni þar sem þessi reiðhöll er í nánast stanslausri notkun, þar af leiðandi var ákveðið að vinnan skyldi fara fram á kvöldin og næturnar þegar að daglegri önn var lokið í höllinni. Einnig krafðist uppsetningin mikillar nákvæmni þar sem margt er uppsett í höllinni sem þarf að taka tillits til, hátalarakerfi, ljósabúnaður og áhorfendasvæði sem þarf að sjá til að ekki skaðist við úðun. Einnig var mikið gert úr því að kerfislagnir væru sem minnst áberandi í höllinni.
Erson vann af fullum krafti við að leysa allar þær kröfur með sem bestum hætti og má með sanni segja að við erum afar stoltir af útkomunni og vonum við að Fáksmenn sem og aðrir notendur hallarinnar muni finna mun á að vinna og þjálfa hesta sína í höllinni í framtíðinni.

Nýtt kerfi komið á Blesastaði





Erson hafði ánægjuna af að standa á bak við nýtt úðunarkerfi fyrir Magnús og Hólmfríði á Blesastöðum sem gengið var frá veturinn 2008. Það var mikil gleði þegar við fengum að vita að Blesastaðir hafðu valið úðunarkerfið frá Erson fyrir reiðhöllina sína og má til með geta að þetta er fyrsta kerfið sinnar tegundar sem sett er upp á landinu. Við óskum þeim til hamingju með þessa nýju fjárfestingu og við erum ekki í vafa um að það mun nýtast þeim vel á komandi árum.

blesastaðir