föstudagur, 20. júní 2008

Ný auglýsing



Erum nýbúnir að senda frá okkur nýja auglýsingu sem verður tengd Landsmóti Hestamanna á Hellu, einnig er að finna einblöðungur með upplýsingum um kerfin. Hægt er að fá hann tilsendan í pósti við að senda email á erson@erson.is

laugardagur, 22. mars 2008

Airace mask




Airace gríman er frábær vörn gegn ryki, skaðlegum efnum, reyk og mörgu öðru sem óæskileg er að anda að sér. Gríman er með sér inn og útöndunarkerfi sem gerið öndunina einstaklega létta og óþvingaða, sem og kemur í veg fyrir að enginn raki eða sviti myndast undir munnstykkinu sem er einstaklega þétt og hefur einungis mælst með 0.2% óþéttleika, Þess má nefna að evrópski P2 staðallinn (BS EN143 P2) sem grímurnar hafa staðist leifa 2% óþéttleika.
Airace filterarnir með hinn fyrrnefnda P2 standard sem veita vörn á frumeiningum niður í 0.3 micron stærð sem veitir meðal annars vörn gegn MDF ryki. Filterarnir eru útskiftanlegir og nýting hvers þeirra er á borð við 10-15 einnotagrímur og er afar auðvelta að skifta þeim út.
Augnvörn sem hægt er að fá sem viðbót veitir góða vörn gegn háhraða skaðefnum á borð við málmflísar, allt upp að 120m/s (European Optical Protection Standards EN166, 167 and 168). Vigt grímunnar er einungis 286g og er hægt að skifta um alla hluta þeirra ef um skemmdir er að ræða.
Í framtíðinn mun einnig vera hægt að fá P3 filtera sem er hæðsti staðall sem gefinn er fyrir öndunarvörn og er um að ræða einstaklega skaðleg eiturefni og frumeiningar sem einungis er hægt að greina undir smásjá. Einu grímurnar sem hafa fengið þennan staðal hingað til eru t.d. gas/eiturefnagrímur sem oft eru frekar þungar og fyrirferðamiklar. Verið er að leggja síðustu hönd á að fá þessa filtera viðurkennda samkvæmt alþjóða stöðlum.

vökvunarkerfi yfirlitsteikning




Teikning yfir 20x40m reiðhöll með fjögurra strengja kerfi og 16 úðunarstútum.

miðvikudagur, 5. mars 2008

Öndun hestsins



Hvers vegna er æskilegt að halda góðu rakastigi í reiðhöllinni?
Eins og fyrir svo marga hestamenn, þá er heilsa hestsins eitthvað sem að maður tekur jafn alvarlega og sína eigin heilsu. Inn og útöndun hests í reið er margfalt meiri enn hjá okkur mannfólkinu og geta þeir andað að sér allt að 1500 lm (líter pr.mínútu), öndunartíðni hest í hvíld er ca. 12-32 sinnum á mínútu. Á stökki dregur hesturinn að sér andan við hvert nýtt skref, höfuðið lækkar og innöndun á sér stað þar sem líffærin færast aftureftir kviðholinu, þegar afturfæturnar dragast innundir hestinn, færast líffærin framar og þvinga hestinn til að anda frá sér.
Þar af leiðandi er mikilvægt að andrúmsloftið innihaldi sem minnst sand og ryk. Einnig kemur það í veg fyrir að of mikið vökvatap eigi sér stað í líkama hestsins á meðan á dvöl stendur í höllinni.

vökvunarkerfin í stuttu máli.




Vökvunarkerfin byggjast á svo kölluðum "microjet sprinklers" sem er afurð margra ára rannsóknum á vökvunarkerfum fyrir landbúnað á svæðum þar sem þurrkur er mikill sem og fyrir gróðurhús. Microjet úðararnir, sem Erson hefur valið fyrir t.d. reiðhallir, gefa frá sér hárfínan og jafnan úða sem getur dreifst upp í allt að 8 metra og er jafn mikil þéttleiki á fyrsta og síðasta meternum. Með því að staðsetja þess úðara með jöfnu millibili er hægt að ná 100% þekingu á því svæði sem á að halda röku. Einnig eru þeir stillanlegir upp að 360° þannig að hægt er að halda t.d. veggjum og köntum þurrum, nákvæmni og fínleiki úðans gerið það að verkum að ekkert dreifist á þá staði sem óæskileg er. Einnig eru þeir með þar til gerða dreypivörn sem kemur í veg fyrir að dropar leki úr þeim þegar slökkt er á kerfinu, á öðrum kerfum getur þetta komið fyrir vegna fallþrýstings sem myndast í lögnum.
Afköst úðaranna er mikill og gera að verkum að einungis er þörf á að keyra kerfið í ca. 5-10 mínútur í hvert sinn, en hversu oft ræðst af notkun svæðisins. í sumum tilfellum væri einu til tvisvar sinnum á viku nægilegt. Vatnsnotkun miða við 20x60 metra höll er ca. 451 l/m við 6bar þrýsting.