miðvikudagur, 5. mars 2008

Öndun hestsins



Hvers vegna er æskilegt að halda góðu rakastigi í reiðhöllinni?
Eins og fyrir svo marga hestamenn, þá er heilsa hestsins eitthvað sem að maður tekur jafn alvarlega og sína eigin heilsu. Inn og útöndun hests í reið er margfalt meiri enn hjá okkur mannfólkinu og geta þeir andað að sér allt að 1500 lm (líter pr.mínútu), öndunartíðni hest í hvíld er ca. 12-32 sinnum á mínútu. Á stökki dregur hesturinn að sér andan við hvert nýtt skref, höfuðið lækkar og innöndun á sér stað þar sem líffærin færast aftureftir kviðholinu, þegar afturfæturnar dragast innundir hestinn, færast líffærin framar og þvinga hestinn til að anda frá sér.
Þar af leiðandi er mikilvægt að andrúmsloftið innihaldi sem minnst sand og ryk. Einnig kemur það í veg fyrir að of mikið vökvatap eigi sér stað í líkama hestsins á meðan á dvöl stendur í höllinni.

0 ummæli: