laugardagur, 22. mars 2008

Airace mask




Airace gríman er frábær vörn gegn ryki, skaðlegum efnum, reyk og mörgu öðru sem óæskileg er að anda að sér. Gríman er með sér inn og útöndunarkerfi sem gerið öndunina einstaklega létta og óþvingaða, sem og kemur í veg fyrir að enginn raki eða sviti myndast undir munnstykkinu sem er einstaklega þétt og hefur einungis mælst með 0.2% óþéttleika, Þess má nefna að evrópski P2 staðallinn (BS EN143 P2) sem grímurnar hafa staðist leifa 2% óþéttleika.
Airace filterarnir með hinn fyrrnefnda P2 standard sem veita vörn á frumeiningum niður í 0.3 micron stærð sem veitir meðal annars vörn gegn MDF ryki. Filterarnir eru útskiftanlegir og nýting hvers þeirra er á borð við 10-15 einnotagrímur og er afar auðvelta að skifta þeim út.
Augnvörn sem hægt er að fá sem viðbót veitir góða vörn gegn háhraða skaðefnum á borð við málmflísar, allt upp að 120m/s (European Optical Protection Standards EN166, 167 and 168). Vigt grímunnar er einungis 286g og er hægt að skifta um alla hluta þeirra ef um skemmdir er að ræða.
Í framtíðinn mun einnig vera hægt að fá P3 filtera sem er hæðsti staðall sem gefinn er fyrir öndunarvörn og er um að ræða einstaklega skaðleg eiturefni og frumeiningar sem einungis er hægt að greina undir smásjá. Einu grímurnar sem hafa fengið þennan staðal hingað til eru t.d. gas/eiturefnagrímur sem oft eru frekar þungar og fyrirferðamiklar. Verið er að leggja síðustu hönd á að fá þessa filtera viðurkennda samkvæmt alþjóða stöðlum.

0 ummæli: